sunnudagur, 30. desember 2007

Lítil fjölskylda á Kaffitári

laugardagur, 29. desember 2007

Að gera sig að fífli...

Mokka í dag

Hvar eru allir þessir litskrúðugu karakterar sem fylltu Mokka hérna í den? Eða fylltu ekki Mokka því þeir voru margir hverjir í svokölluðu 'banni'. Þetta voru menn sem létu dásamlega furðulega - jafnvel illa og gerðu hluti af sér því þeir brunnu í skinninu. Þá var fjör! Nú þora menn varla að setja sig í stellingar nema þeir fái borgað fyrir það, eða hafi nú þegar milljónir undir sér og hafi bókstaflega "efni á því" að láta á sér bera. Er fólk orðið svona skíthrætt við lífið og félagslegar afleiðingar? Ekki hjálpar til að öll umræða, hvort sem það er um kynjamisrétti eða annað, stuðlar að því að allir geri eins.

Í Englandi má ennþá finna karaktera eins og þessa tvo: Quivering nostrils and a pompous ass! (að vísu er annar þessarra fallinn frá). Ég held að maður þurfi ekki að vera breskur hommi til að geta látið svona, en það sakar ekki. Það er yfirlýsing um sérstöðu sem opnar þessar flóðgáttir.

Og þeir sem hafa fengið nóg af íslensku sjónvarpi um hátíðirnar geta dottið inn í QI og séð meira af þessum snillingi. Þetta breska eðalefni er óborganlega skemmtilegt og hafa þættirnir nú rúllað í þrjú ár (allir til á youtube). Ég á svolítið erfitt með að ímynda mér hver ætti að stýra einhverju viðlíka hér á landi.

fimmtudagur, 27. desember 2007

The Big Other ...

Gunnar Þorri les Órapláguna á Mokka


Markmið: Slíta sig ennþá meir frá því kerfi sem mótar fólk og samfélag - þeim 'tetrisleik' þar sem lífið er njörfað niður í innihaldslausar athafnir.

laugardagur, 22. desember 2007

Pescatore

Á Mokka

Eftir yndislega Pescatore á Horninu var kíkt á Mokka. Þá er gerð þessi hrikalega skissa sem gefur alranga mynd af stemningunni og viðfangsefninu. Svei mér þá ef ég verð ekki að fara að ritskoða aðeins betur - allt!

En hugurinn er annarsstaðar, og á þessum árstíma er mikil innri vinna í gangi. Næsta ár verður öðruvísi því aðstæður eru að breytast mikið. Hef góða tilfinningu fyrir því sem koma skal.

þriðjudagur, 18. desember 2007

Sitt lítið af hverju, jólalegu.

Það sem helst getur eyðilagt jólaskapið er kjaftæðið sem maður kemst stundum ekki hjá því að heyra í þessum fastagestum Kaffitárs sem mæta eldsnemma svo óvenju hressir en eru í raun heiladauðir fyrir langa löngu. "Nú er olíuhreinsunarstöðin komin á beinu brautina" sagði einn hálfvitinn í gær og glotti hreykinn við.

Í mínum huga eru þeir sem standa að þessari olíuhreinsunarstöð í Arnarfirði miklu verri en verstu landráðamenn. Þá ætti að leiða umsvifalaust fyrir aftökusveit.

Ég hef einu sinni komið til Arnarfjarðar. Þarna er mikil náttúrufegurð og dýralíf. Einnig eru þarna einstakar sögulegar minjar og listræn verðmæti sem bíða þess að hlúð sé að. Að horfa inn eftir firðinum á ljósbrigðin sem verða til í þessum langa firði er alveg einstakt. Málaði tvær vatnslitamyndir þarna fyrir rúmlega 10 árum síðan og hér er önnur þeirra.



En aftur í jólaskapið (!).
Þessi litla stúlka brosti þegar hún sá mig taka upp vaxlitina á Mokka, og ekki leið á löngu þar til hún var byrjuð að teikna í bókina mína.

María að borða vöfflu


Næsta mynd er eitthvað sem varð til af sjálfu sér. Líklega myndbirting einhverskonar hugarvíls en jafnframt tengt jólunum einhvernveginn....

... kannski laufabrauðsmynstur?


Svo eru það nokkrir fínir jólasveinar sem sátu á Mokka í gær.

Ketill, Ragnar og Gunnar á Mokka


Ragnar þekkist ekki almennilega á myndinni svo hér er mynd af honum gerð um daginn.

Ragnar á Mokka


Svo kaupa sumir jólastjörnu og hlúa að henni yfir jólin. Ég fæ hinsvegar þessa rás með UPS nú á eftir og kem henni til að virka yfir hátíðirnar. Ekki ósvipuð í litum og jólastjarna.



fimmtudagur, 13. desember 2007

Magdalena, hin glæsilega sænska mokkastelpa á næstsíðasta vinnudegi sínum á Mokka

þriðjudagur, 11. desember 2007

Mokka í hádeginu

mánudagur, 10. desember 2007

Kaffitár í morgun

miðvikudagur, 5. desember 2007

Eftirmiðdagsdott á Mokka

Parísarþrá


Langar alveg svakalega til Parísar núna, en ætla að bíða til vorsins. En til hvers þarf ég svo sem París þegar viðfangsefnin á kaffihúsunum eru svona fín!

mánudagur, 3. desember 2007

Vindstefna á Háskólatorgi



Já, listaverkið á Háskólatorgi fór í gang þrátt fyrir alla gluggana sem höfðu dúkkað upp á vefsíðunni sem ræsa átti verkið - Firefox að tilkynna að ný útgáfa af sér væri ready to install!. Þetta skýrir einbeitingarsvipinn á Finni Arnari höfundi verksins í greininni sem birtist í Mogganum í dag, en sallarólegur lokaði hann gluggunum einum af öðrum og setti verkið í gang og rétti svo Björgúlfi tölvuna. Úps!

Skrítið að þegar horft er upp, þá er austur vinstra megin við norður og vestur hægra megin. Minnir mig á þegar ég var spurður að því í barnaskóla hvort sólin kæmi upp í austri eða vestri, og þurfti ég að hugsa mig lengi um... Allt breytist eftir því hvað miðað er við.

föstudagur, 30. nóvember 2007

Ólík verk.


Tókst loksins að teikna smá í morgun, ekki góð mynd, enda erfitt að gleyma sér í þessu þessa síðustu daga....

Dagurinn í dag, þessi síðasti dagur nóvember var eins og allsherjar uppskerudagur hjá mér. Fékk í hendurnar tímaritið Börn og menning sem skartar forsíðu og baksíðumynd eftir mig - Já, ég er smá stoltur.

Þetta er frábært blað, og hefur komið út í 22 ár án þess að maður vissi nokkuð af því. Ég komst í virkilega gott skap og sveif um (svipað og þegar maður kemur aftur heim eftir vikudvöl í París) eftir að ég hafði kíkt í borgarbókasafnið og flett í gegnum eldri eintök af þessu frábæra tímariti. Það er gefið út af IBBY á Íslandi, en IBBY er alþjóðlegur félagskapur áhugafólks sem vill efla barnamenningu.

Annað sem er klárt og í höfn er verkefnið sem ég hef unnið með Finni Arnari myndlistarmanni síðustu tvo mánuði. Finnur vann til verðlauna fyrir myndlistarverk sem staðsett er innan í keilu sem gengur niður úr þakinu á nýju háskólabyggingunni sem kallast Háskólatorg. Verkið sem hefur yfirskriftina "Vits er þörf þeim er víða ratar" er alveg gullfallegt og næstumþví guðdómlegt! Það borgar sig ekki að lýsa því, því góð myndlistarverk þarf að upplifa.

Verkið þurfti nokkuð flókna mekanik til þess að það gæti snúist eftir vindátt, og höfum við Finnur pælt í þessu á Mokka í sumar og haust. Svo vann verkið samkeppnina og þá var hafist handa og tæplega tveir mánuðir að opnun. Hönnuð var tannhjólagjörð (tæp 4m í þvermál) úr áli (skorin út með vatnsbunu!) sem rennur á hjólafestingum og drifin áfram af servo mótor. Þessu var svo komið fyrir innan í klæðingu keilunnar, og einungis sést í 3 cm rauf fyrir örfína stálvírinn sem heldur verkinu uppi. Á þakinu er svo vindstefnumælir, og öllu er þessu stjórnað af lítilli heimasmíðaðri iðntölvu (þeas frá TAP technology ehf) sem staðsett er í tæknirými hússins. Þetta tókst allt alveg frábærlega og á morgun verður verkið "ræst" (menningarpabbinn ýtir á takka..) í svaka veizlu á nýju Háskólatorgi, þar sem hálf þjóðin ætlar að mæta. Þetta var stórskemmtilegt og lærdómsríkt ferðalag. Já, ég er líka svakalega montinn af þessu!

Endilega farið og sjáið þetta frábæra verk hans Finns Arnar.

laugardagur, 24. nóvember 2007

Gabbi

Á Mokka með pabba

miðvikudagur, 21. nóvember 2007

..nýjar myndir daglega!

Mokka

Kaffitár

Þegar ég hafði teiknað rauðu buxurnar tók ég eftir því að ung kona sem sat á við hliðina á mér var farin að teikna líka fólkið á kaffihúsinu. Ég gaf mér á tal við hana og sagði hún að sér hafi fundist það svo hlýlegt þegar hún sá mig taka upp vaxlitina og byrja bara. Eirikur vinur minn hárskeri telur að mestur tími okkar fari í að skilgreina allt og alla, og hugsa um það hvernig aðrir skildu nú skilgreina okkur sjálf. Ég hef ekki haft miklar áhyggjur af því hvernig ég hef litið út í augum annarra - frekar hef ég sjálfur gert allt of miklar og óraunhæfar kröfur til mín gegnum tíðina, sem hefur yfirleitt endað á þann veg að ég hef gefist upp fyrirfram fyrir ýmsu sem ég hefði betur tekist á við og sætt mig við það að vera ekki fullkominn. Sætt mig við ófullkomleika míns eigin erfðabreytileika (!?) eins og Kári Stefánsson hefði orðað það!

Sjálfsblekkingin er sá jarðvegur þars allt sem maður stendur fyrir sprettur úr!

Vinnustaðurinn Kaffitár

Ágúst hefst handa við nýtt verk

laugardagur, 17. nóvember 2007

Fastagestir




Barði Einarsson á Mokka

föstudagur, 16. nóvember 2007

Fastagestir

Doddi á Mokka

mánudagur, 12. nóvember 2007

Sarpur af myndum í tímahraki

Hér eru nokkrar misjafnar myndir frá því síðast. Er enn teiknandi, en hef ekki mátt vera að því að setja þetta inn jafnóðum. Önnum kafinn við að stýra myndlistarverki sem sett verður inn í keilu sem gengur upp úr þakinu á Háskólatorgi - nýju byggingunni milli gömlu aðalbyggingarinnar (HÍ) og íþróttahússins. Rosa spennandi verkefni, hárfín sérhönnuð mekanik, mótorstýring og sérsmíði út í eitt! Segi betur frá þessu seinna - verður afhjúpað 1. des, þegar byggingin sjálf verður tekin í notkun.

Mokka í morgun

Kaffitár um helgina

Ölstofan

Ungir anarkistar og pönkarar á Hljómalind!

Á Mokka

Á Mokka

miðvikudagur, 7. nóvember 2007

Mokka

Þórunn Sveinsdóttir og vinkonur (Svartur vatnslitur, blár vaxlitur og kaffi)

þriðjudagur, 6. nóvember 2007

Á Mokka eftir hádegi

Anna Kristín Jónsdóttir útvarpskona (gjört með kaffi)

Teiknaði þessa konu einnig síðasta vor... sjá hér.

föstudagur, 2. nóvember 2007

fimmtudagur, 1. nóvember 2007

Nokkrar nýjar myndir frá Mokka



Lærdómsmær

Á að vera Árni Einarsson



Lærdómsmær

Á að vera Gunnar Óskarsson

fimmtudagur, 25. október 2007

miðvikudagur, 24. október 2007

Tvær frá Mokka



Vinurinn með stóra nefið

Lært á Mokka

mánudagur, 22. október 2007

Fantasía eða realismi

Skrifað á Kaffitári

Enn ein myndin af óþekkjanlegri manneskju. Hafði teiknað þessi augu áður, og var mikið í mun að ná þeim almennilega, en þá klúðraðist bara allt hitt! Stafar líklega af því að ég er að glíma við fantasíur um þessar mundir, eins og t.d. þessi hér að neðan, gerð á Mokka í hádeginu.


Svo er hér ein servéttuskissa frá því fyrir helgi

þriðjudagur, 16. október 2007

Teiknað eins og Ilon

Gunnar Þorri á Mokka

Slappað af við lestur á Mokka

Fékk mér pennastöng með teiknioddi, sérstaklega fínum. Gerði þessar myndir í hádeginu áður en ég hélt áfram. Hef fundið sérlega góðan stað til að einbeita mér að verkefni sem ég þarf alla mína einbeitingu við. Bókasafn Norræna Hússins er staðurinn. Ótrúlegt hús! Sit við og reyni að teikna fígúrur og umhverfi sem Ilon Wikland gerði svo meistaralega. Gaman en svo erfitt - en ég hætti ekki fyrr en ég hef gert mitt besta.

sunnudagur, 14. október 2007

Nokkrar myndir helgarinnar

Á Mokka í dag



Björn ljósmyndari á Mokka

Frá Nýhil ljóðahátíð - finnska skáldið Vilja-Tuulia les upp

föstudagur, 12. október 2007

Mokka kallar

Jón Aðalsteinn, Gunnar og Bárður á Mokka

Félagarnir á Mokka eru myndrænir, og ekki eru umræðuefnin af lakara taginu; - veiðilendur og veiðarfæri, sjóræningjakort, sameign þjóðarinnar, glæpamenn, hallarbylting, Ingibjörg Sólrún, og svo auðvitað ýmislegt annað óviðeigandi!