fimmtudagur, 13. september 2007

Haustlaufin

Reynir á Mokka

Þessi grein af reynir var á skólavörðustígnum. Allt í einu er haustið komið og strekkingsvindar blása. Haustlaufin hverfa snöggt.

Kannski tekst mér að hrinda í framkvæmd lítilli hugmynd að animation sem ég er búinn að ganga með í maganum í nær tíu ár - um litla stúlku sem feykist upp í loftið með laufblaði og lendir í stuttu ævintýri í háloftunum, þartil byrjar að rigna og hún rennir sér niður regnboga og lendir í drullupolli fyrir framan húsið sitt.
Til þess að gera þessa mynd þarf ég mörg laufblöð í öllum litum, en fyrr en varir eru þau fokin út í veður og vind... eins og stúlkan!


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta eru einfaldlega brilliant myndir hjá þér. Virkilega flottar mannlífslýsingar.
Þórarinn Leifsson
http://www.totil.com

TAP sagði...

:) Takk Tóti!.. mannlífslýsingar!

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú skemmtileg stelpa.

Örugglega gaman að fara í eina salíbunu á regnboganum þó maður geti blotnað í leiðinni og týnt laufblaðinu sínu.