fimmtudagur, 27. september 2007

Tvær myndir á tárinu í morgun


Það kemur ekki alveg nógu vel fram á myndinni hversu hressir þessir tveir bræður voru. Móðir þeirra kunni þó tökin á þeim, og tókst að fá þá í ró nokkrum sinnum m.a. með fallegum söng. Þrátt fyrir að brotinn hafi verið diskur og ristuðu brauði þeytt út um allt fá bræðurnir vonandi aftur að kíkja á Kaffitár.

Svo mætti picasso stúlkan. Hún hefur aðdráttarafl á við wild wild horses...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið er gaman að hitta listamann á Kaffitár sem fangar hversdagslegt augnablik og gerir úr því svo skemmtilega minningu.

Takk fyrir að teikna okkur,
móðirin og gormarnir tveir