þriðjudagur, 4. september 2007

Riddarinn og stúlkurnar á Mokka

Skósveinninn dustar flösurnar af brynjunni...

Veit ekki hvað það á að fyrirstilla að vera að birta svona mynd sem gerð eru á kaffihúsi án nokkurs undirbúnings, og sýnir í raun hvað maður kann nú lítið fyrir sér. En menn skrifa nú margt hugsunarlaust bullið á blogsíður sínar og hví ætti ég ekki að birta eitthvert myndaslys bara til að vera með.

Annars náði ég þessarri mynd af nýju afgreiðslustúlkunum á Mokka áðan.


Náði þeirri hávöxnu íslensku alveg, en vantar svolítið uppá að sú finnska þekkist á myndinni. Ekki oft sem þær staldra við þannig að hægt sé að taka af þeim skissu.

Engin ummæli: