mánudagur, 24. september 2007

Systur á Kaffitári.


Þessi námsmær sat á Kaffitári áðan og lét ekkert trufla sig við lestur (heimspeki?). Svo kom systir hennar sem ég teiknaði á tárinu fyrir þremur árum síðan. Hér er sú mynd, þ.s. hún les þunga eðlis- eða stærðfræðiskruddu.

1 ummæli:

Téð námsmær sagði...

Reyndar ekki heimspeki í þetta sinn, heldur ítalska. Spurning hvor systirin er réttu megin Suðurgötu... Þær standa hins vegar báðar í þökk við listamanninn:)