Hugsanir frá öðrum...
Þessir dagar hafa verið ansi sveiflukenndir, og held ég að um sé að kenna lélegu matarræði, B+C vítamín skorti, telepathíu sem maður kemst ekki hjá að móttaka, og svo almenn óákveðni um hvort maður nái því að lifa af í þessu innantóma þjóðfélagi. Tók stóran skammt af B + C vítamíni með All-Bran og bönunum í gærkvöldi og aftur B + C í morgun, og er eins og nýr maður í dag. Mætti á kaffitár með 4 sneiðar af ítalskri salamíu sem ég laumaði á ristaða brauðið með jasmín teinu. Reyndar bauð ég Jóni Þór eina sneið af salamíu, en konan á næsta borði þáði hana! Hún ákvað svo að setjast hjá okkur. Alltaf gaman á Kaffitári. Svo upp á Mokka um 12 leitið og gengið beint til verks. Og á þessum stutta tíma frá þvi kl. 10 - 14 fékk ég allt það besta sem maður getur látið sig dreyma um, hangandi á kaffihúsi á íslandi. Góður félagsskapur og það læddist að mér sá grunur að ég væri á réttri leið. Haustið er minn tími - þá er ég afkastamestur, þrátt fyrir sveiflur.
2 ummæli:
Ég er illa svikinn ef þetta er ekki Kristján Haukur vinur minn til vinstri á myndinni.
Má vera - ég þekkti ekki þessa stráka. Þessi til vinstri var með kolsvart hár og svipsterkt nef. Frekar lágvaxinn um tvítugt. Ef þú getur bent á mynd af honum get ég sagt þér það strax.
kv, Tómas
Skrifa ummæli