Drengir góðir
Búinn að vera á kafi í tæknimálum og gengið mjög vel. Er að klára verkefni fyrir Galdrasýninguna á Ströndum sem verður prófað um helgina. Hef gert nokkrar tilraunir til að teikna en ekkert gengið. Svo setti ég tvær pólskar pylsur á grillið nú í kvöld og swiss chard úr garðinum upp í sveit á pönnu með hvítlauk og hafði með. Alveg prýðilegt. Hitti svo Jón Þór og Egil á Boston í smá hvítvín og auðvitað varð ég að teikna. Þeir eru vanir því og kipptu sér ekkert upp við það.
Jón þór og Egill á Boston
Loksins tókst mér að ná Agli sæmilega. Svo var farið á Ölstofuna, og þar var Valur, Jóhann Axelson, Steinar Bragi og Bjarni Klemens og ég veit ekki hver. Teiknaði þessa mynd af mómentinu þegar Jóhann var nýbúinn að þreifa á hnakkanum á Jóni Þór!

Annars er ég ánægður hvað vinir mínir taka þessum afskræmingum af sér vel. Jafnvel þó þetta fari á internetið. Þetta er fólk sem tekur sig mátulega hátíðlega, og hefur gaman af því að vera túlkað á margvíslegan hátt. Það eru nefninlega ekki svo margir að tjá sig í teikningu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli