sunnudagur, 12. ágúst 2007Þessi kostulegi gaur kom trítlandi niður Skólavörðustíginn í dag. Hélt fyrst að ég sæi barbapapa krílið loðna svarta sem var alltaf að mála og teikna.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú ert uppáhalds bloggarinn minn!
Ég þekki þig reyndar því miður ekki, en kíki alltaf reglulega vegna þess að mér finnst myndirnar þínar ofsalega fallegar og róandi.

takk fyrir mig,
leynilegur aðdáandi

TAP sagði...

Jedúddamía!
Finnst stundum sjálfum að ég sé með hundleiðinlegasta blogg, andlaust og stirðbusalegt. En ég stefni að því að setja inn betri og betri myndir og kannski jafnvel skrifa líka eitthvað áhugaverðara. En mikið er gaman að heyra að þú kunnir að meta viðleitni mína. Takk fyrir minn kæri aðdáandi, og njóttu vel!