Hólmavíkurhelgi
Við Gabríel erum staddir á Hólmavík. Í dag var teiknað portrett á galdrasýningunni og sýni ég hér afrakstur dagsins. Hér er frábært að vera og mikið af litlum sjarmerandi húsum og langar mig að mála mynd þar sem horft er yfir þorpið - kannski viðrar til þess á morgun. Höfum nóg fyrir stafni. Í kvöld er eldað læri og borðað þegar Siggi Atla klárar sýningu "Álfar og tröll og ósköpin öll!", í kvöld kl. 23. Sýningin er "Tær snilld!" eins og Gabbi segir.
![]() Ásdís Jónsdóttir | ![]() Hanna Sigga Jónsdóttir |
![]() Sigurður Atlason | ![]() Gabríel |
![]() Dagrún Ósk Jónsdóttir | ![]() Jón Valur Jónsson |
![]() Sigfús Jónsson | ![]() Arnór Jónsson |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli