laugardagur, 11. ágúst 2007

Eftirsókn í ró

Á Kaffitári

Þessir strákpjakkar voru að horfa á myndirnar af Brasilíska kaffibaunatínslufólkinu sem hanga á veggjum Kaffitárs. Þeir voru alveg útkeyrðir eftir Gay Pride, og fegnir að komast inn í ró. Ekki leið á löngu þar til þeir voru samt komnir í slag á meðan móðir þeirra beið í endalausri biðröð.
Já, þessi ró. Haft var á orði við mig áðan að borgin hefði sérlega stressandi áhrif á mig - meir en aðra - að ég léti umhverfið hafa of mikil áhrif á mig. Því ætti ég að vera út í sveit, því ég gerði betri hluti t.d. eftir smá dvöl í Mosfellsdalnum eða nú síðast á Hólmavík. Já, maður er eins og útspítt hundsskinn hér í bænum. Og eftir svona Gay Pride trylling er ólgan eftir bassadrunur ennþá í maganum og eirðarleysið í hámarki. Rifja samt upp verkefnalistann og punkta niður það sem þarf að gera í hverju þeirra fyrir sig. Ágætis tilraun til aðhalds á milli þess að teikna eina og eina mynd í skissubókina og læt mig dreyma. Það er samt betri fókus í kyrrðinni, en þetta verður að duga. Aldrei að vita nema ég komist í vinnustuð í kvöld því ég er ánægður með myndir dagsins.

Víðir fyrir utan Mokka

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þessi mynd af strákmolunum er gullmoli. Það verð ég að segja. Takk fyrir græuna, hún virkar stórkostlega hvort sem um útvarp er að ræða eða mótleikari. :)