þriðjudagur, 3. janúar 2012

Tilraun við Esjuna


Það var svo lygileg birtan á Esjunni nú í hádeginu, og þessir bláu tónar.
Greip til nýju fínu gæða skissubókarinnar sem Tryggvi færði mér alla leið frá Vínarborg. Hún er með svo mátulega þykkum pappír og heldur litnum vel.

Í forgrunni má sjá amöbuskúlptúr sem pabbi setti upp fyrir um 40 árum til að nýta afgangs steypuna sem varð eftir þegar búið var að steypa grunninn að húsinu. Lífrænt form og geometrískt Kistufellið. Við eru í skugganum eins og er, en sólin kemur 10. jan. inn um eldhúsgluggann!

Engin ummæli: