sunnudagur, 29. janúar 2012

Observasjón

Valdimar á Kaffitári


Ég er óöruggur eins og sjá má á þessari mynd. Er ekki með frumkvæðið og kýs að bíða átekta í stað þess að stökkva fram, fagna lífinu með djarflegri túlkun. Nú er þögul eftirtekt um stund.

mánudagur, 23. janúar 2012

Vinnumenn slappa af


Gabríel og Frank eftir velheppnaðan dag við samsetningu. Gott var að slappa af á Súfistanum yfir gulrótarköku og kakóbolla og spá í fótbolta...  hmm..

fimmtudagur, 19. janúar 2012

Skrítið samansafn af skissum...


Hér er mynd af Skottu gerð með bleki á servéttu og þá er viðbúið að ekki allt skili sér á réttum stað, en það má alltaf reyna.


Skotta á Pólska

Sverrir var önnum kafinn við að skrifa dægurlagatexta á milli þess að skrifa skáldsögu...


Á kaffitári

Svo ein misheppnuð en læt hana flakka...


Á kaffitári

Hér eru svo tvær ómeðvitaðar fantasíur; iðrartengslin eru mér hugleikin þessa dagana...


Moli og skrautlegir þarmar


Tilraun til að finna lífsorkuna...

mánudagur, 9. janúar 2012

Björk tékkar á stöðunni...

Björk í tölvunni að stúdera hverjir ætla ekki að fara eftir nýjum reglum um merkingu á vörum sem innihalda erfðabreytt hráefni.

föstudagur, 6. janúar 2012

Birta frá litlum loga


Gerði þessa skissu nú í morgun við kertaljósið. Þetta er mynd af Möggu systur, en ljósmynd af henni er þarna í bakgrunni. Það er gaman að sitja á gólfinu og gleyma sér þegar líkaminn þarf frið til að púsla sér saman. Þá er best að hugurinn svífi inn á andlegar brautir, svo hann sé ekki að þvælast fyrir.

þriðjudagur, 3. janúar 2012

Tilraun við Esjuna


Það var svo lygileg birtan á Esjunni nú í hádeginu, og þessir bláu tónar.
Greip til nýju fínu gæða skissubókarinnar sem Tryggvi færði mér alla leið frá Vínarborg. Hún er með svo mátulega þykkum pappír og heldur litnum vel.

Í forgrunni má sjá amöbuskúlptúr sem pabbi setti upp fyrir um 40 árum til að nýta afgangs steypuna sem varð eftir þegar búið var að steypa grunninn að húsinu. Lífrænt form og geometrískt Kistufellið. Við eru í skugganum eins og er, en sólin kemur 10. jan. inn um eldhúsgluggann!

sunnudagur, 1. janúar 2012

Nýtt líf

Ég hef gegnum tíðina dundað mér við það að snúa við blaðinu, byrja ferskt og reynt að sjá hlutina í nýju ljosi í von um að taka smá stökk í stað þess að festast í farinu. Kalla þetta að byrja nýtt líf og nota oft tækifæri um áramót eða önnur tímamót til að setja mig í þær stellingar, með misjöfnum árangri.

En hefði einhver sagt við mig fyrir þrem mánuðum síðan þar sem ég sat í Luxemburgar garðinum og var að dunda mér við að leggja vatnsliti á blað, að ég væri með bullandi krabbamein, og við upphaf nýs árs yrði ég búinn að ganga í gegnum tvo stóra uppskurði, tekinn burt 2/3 af ristlinum, og væri eins og Belsen-fangi (orð að sönnu í þetta sinn) um 60kg og rétt að byrja að læra að fá næringu úr fæðunni aftur og styrkjast smátt og smátt.... ?

Nú hef ég horfst í augun við dauðann og gengið í gegnum reynslu sem ég óska engum, en er mér dýrmæt sem lífð sjáft. Það er undarlegt hvað ég hef haldið þessu æxli i skefjum þó að það hafi verið orðið hnefastórt, og ég líklega gengið með þetta í 5-6 ár. Engin meinvörp og eitlar allir ósýktir. Í seinni aðgerðinni sem gekk mjög vel tókst að fjarlægja æxlið. Ég má teljast mjög heppinn. Ég ætla ekki að segja meira um þetta og læt áramótamyndina eiga síðasta orðið.

Gleðilegt ár kæru vinir.


Áramótasjálfsmynd 2011