mánudagur, 7. júlí 2008

Arnarfjörður er ótrúlegur!

Við Gabríel kíktum í Arnarfjörðinn á leiðinni suður frá Hómavík þarsíðustu helgi (ekki beint í leiðinni!) Þegar við keyrðum í gegnum Bíldudal og undir skugga fjallsins var eins og að fara í gegnum göng. Þar hljóp yfir veginn minkur með ungann sinn sem varð svo skelkaður þegar hann sá okkur koma að hann fraus á miðjum veginum þrátt fyrir öskrin í móðurinni sem var komin yfir í grjótið sjávarmegin. Ég fór út úr bílnum og var kominn um meter frá honum þegar móðirin stökk til hans og beit hann örsnöggt í hnakkann og var svo horfin í grjótið - allt í einu hendingskasti. Sé ennþá fyrir mér hvernig hún sveiflaði unganum þegar hún sneri sér við. Eina ummerkið um þessa frábæru björgun var svo pissupollurinn á miðjum veginum.

Þetta var fyrsta vísbendingin um að við voru að koma í heim hinnar villtu náttúru! Svo tóku við breiðurnar af gulhvíta sandinum með miklu fuglalífi og Turquoise-litaður sjórinn alveg ótrúlegur.

Gabbi og pabbi

Sandurinn of freistandi!


Hér að neðan eru myndir af svæðinu fyrir framan Hvestu þar sem kom til tals að planta stóriðju. Í stað þess að springa úr reiði, fylgdi ég fordæmi sonar míns sem sagði bara með sinni aðdáunarverðu yfirvegun "Þvílíkt rugl!". Svo héldum við góða skapinu og nutum allrar dýrðarinnar í botn.

Sigurður Atlason
Tekið austan við sandinn hjá Hvestu. Sjá stóra panoramamynd hér


Sigurður Atlason
Tekið vestan við sandinn hjá Hvestu. Sjá stóra panoramamynd hér.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skemtilegar myndir úr Arnarfirði, ótrúleg litadýrð. Kveðja úr höfuðborginni. Finnbogi H