miðvikudagur, 30. maí 2007

Beðið eftir mómentinu.

Um daginn var ég beðinn að mæta á settið í nýju myndinni hennar Sólveigar Anspach "Skrapp út". Endaði með að vera í einni senu, nánast út úr ramma, sofandi úti í horni í hassvímu. Af einhvejum ástæðum var ég valinn í þetta litla hlutverk, og ég sem hélt að ferill minn sem kvikmyndaleikari væri að fara á flug eftir stórleik í "Síðustu orð Hreggviðs" og svo í "Bræðrabylta" sem Grímur Hákonarson var að klára og verður frumsýnd í Tjarnarbíói nú á föstudaginn 1. júni kl. 19:00.

En á meðan að beðið var eftir hinu ódauðlega mómenti í mynd Sólveigar, var ljúft 6 tíma hangs í rútu og hvað annað betra að gera en teikna myndir af castinu.

Frikki pönkari.

Vinkonurnar skemmta sér yfir handritinu.

Svo gleymdi ég litlu skissubókinni á tökustað, og áttaði mig ekki á því fyrr en ég var kominn heim á vinnustofu. En Þóra sminka bjargaði henni! Ímyndið ykkur ef þessar myndir hefðu glatast fyrir fullt og allt. ;o)

Engin ummæli: