sunnudagur, 1. apríl 2007

Hvernig væri að hugsa smá....!

Hafnfirðingar kusu gegn stækkun álversins í Straumsvík. Þrátt fyrir að Rist hótaði að fara á hausinn og þó að allir sem hagsmuni hafa af veru álversins mættu á kjörstað - þetta var nánast kosning INNAN fyrirtækisins um framtíð þess og samt var það fellt. Eru einhverjir sem fengu ekki að vera með í þessarri kosningu sem hefðu getað breytt þessum úrslitum? Hvaða hagsmunaðailar eru það? Hefði hinsvegar kosningin farið á hinn veginn, þá hefði heldur betur verið hægt að svara þessarri spurningu. Það hefði hreinlega verið öll þjóðin sem hefði haft eitthvað um þetta að segja! Því hver einasti einstaklingur sem er eitthvað annt um þetta blessaða land hefur hagsmuni að verja. Á þessu hafa hinir Hafnfirðingarnir áttað sig og ég þakka þeim af öllu hjarta.

Mér skilst að allir séu mjög sáttir með slíka íbúakosningu eins og fram fór í Hafnarfirði. Getur það virkilega verið? Er ekki eitthvað meira en lítið bogið við það að kjósa um málefni sem varðar alla þjóðina, en að nánast einungis þeir sem hafa beinan hag af framkvæmdinni fái að kjósa? Mikilvægt er að átta sig á því að svona lagað má ekki endurtaka sig. Á teikniborði Landsvirkjunar eru stóriðjuáform sem varða alla þjóðina og mikilvægt að staðið verði öðruvísi að ákvarðanatöku í framtíðinni.

Annað sem hefur heldur betur hrist upp í manni er strandhögg Slavoj Zizek á íslandi. Sýnd var kvikmyndin "A perverts guide to cinema" hjá RDW og svo hélt hann fyrirlestur í Öskju sem hét "Can Art still be subversive?". Þvílíkt intensity! Maðurinn hefur alveg ótrúlegan presance, tekur allt fyrir frá svo spennandi sjónarhorni og er hluti af þessarri upplifin að fylgjast með honum hugsa með öllum sínum látbrögðum og kækjum. Oft þegar maður heyrir í fræðimönnum og þeirra lærðu kenningum, þá drepur það hreinlega efnið (?!), en Zizek opnar dyr, gæðir allt nýju lífi og magnar upp upplifunina á viðfangsefninu sbr. kvikmyndaanalísa hans á t.d. Chaplin "City lights". Hér er önnur analísa hans á senu úr Casablanca.
Haukur Már á veg og vanda að þessarri hressandi heimsókn Zizek. Frábært!


Mér gengur vel að forrita CMS kerfið mitt fyrir vefsíður, en ákvað í dag að slaka á og gera mynd og það varð úr. Myndin er af Vésteini. Van Gogh var óhræddur að setja gulan lit í bakgrunninn, en ég teikna bara það sem ég sé og til allrar hamingju er veggurinn á Kaffi Tári svona gulur!

Engin ummæli: