Ábyrgð og vanræksla
Að hugsa sér að eftir kvöldið í kvöld, þá verður ekki hægt að skreppa á Mokka á kvöldin, sitja með vinum í þessarri vöggu reykvískrar kaffihúsamenningar. Þó svo að sumarið sé komið og túristar farnir að mæta, þá sáu eigendur sér ekki fært að halda staðnum opnum á kvöldin - ákvörðun sem líklega var tekin í skammdeginu og frosthörkunni fyrir meira en tveim mánuðum síðan, þegar fólk trúir ekki að sólin eigi eftir að brótast fram þrátt fyrir allt. Þvílík mistök. Stundum finnst mér allt það besta fari að lokum hallloka í þessum heimi, láti undan og víki fyrir öðrum gildum og hugsjónin deyr með fyrri kynslóð.
"Segjum biturt bless, mæting kl.21 - helst fyrr"