föstudagur, 2. maí 2008

Hræðsla við hitt og þetta...

Ég er hræddur við stóru vatnslitablokkirnar og dútla bara við litlar skissur. En það stendur til bóta. Við Duca keyrðum í dag um dalina hér í kring og fundum litla falleg kirkju sem ég byrjaði á. Held áfram með hana á morgun.

Hér er fyrst mynd sem gleymdist síðast, en hún er í lestinni frá London til Stanstead:Hér er svo mynd frá Bologna sem sýnir vel rauðbrúna litinn sem einkennir borgina. Myndin er af Via Moline fyrir utan bestu ísbúð í heimi:Gerði þessa um daginn af húsinu á móti Möggu:
Eitt af því sem herjar á blessaða hundana hérna í ítölsku sveitinni er snýkjudýrið "Zecche" eða sekka eins og við köllum hana hér. Nú er ég ekki alveg nógu vel að mér í lífsferli þessarra hvimleiðu dýra, en þeim tekst með einhverjum undraverðum hætti að teika sér far með hundunum, og grafa sig svo niður í feldinn og bíta sig þar fasta í húðina og drekka blóð eins og þær eiga lífið að leysa. Við það bólgna þær upp margfalt og geta náð því að vera á stærð við vænt bláber.

Að fjarlægja sekku er þónokkur kúnst, því þó hún sé að mestu á yfirborði húðarinnar, eru fætur og höfuð á kafi ofaní húðinni og snúa þarf upp á dýrið til að ná henni allri úr sárinu. Sagt er að ef skilin er eftir t.d. ein löpp þá verði úr henni ný sekka. Einnig getur komið slæm ígerð í sárið sem getur leitt til heilahimnubólgu! Ekki dugar að hella á sekku alkahól eða spritti, en gamalt ítalskt húsráð segir að hella skuli góðri ólífuolíu á sekkuna og þá dregur hún inn ranann og forðar sér.Í dag dundaði ég mér við að teikna þessar tvær- önnur var að koma sér fyrir á Duca, og hina sneri Magga systir úr Ice. Hún er reyndar í minni kantinum, en gefur ágæta hugmynd um hvert stefnir. Takið eftir að þegar móðirin er byrjuð að fitna þá er yfirleitt komin önnur lítil sem hún geymir við brjóst sér. Stórfurðulegt!

Ef þetta er ekki nógu ógeðslegt alltsaman, þá ætla ég rétt að minnast á það sem henti mig síðast þegar ég heimsótti Möggu systur á Ítalíu, eða öllu heldur þegar ég var kominn aftur heim. Fann ég þá fyrir einhverju meini á bakinu rétt fyrir neðan hægra herðablað. Þegar ég þreifaði betur á því þá var eins og einhver harður nabbi stæði í húðinni, líklega flís. Ég man ennþá hryllinginn sem greip mig þegar ég skoðaði bakið í spegli. Í einu æðiskasti reyndi ég að ná góðu taki á dýrinu og snúa því út efir kúnstarinnar list. En hálft dýrið varð eftir í sárinu. Til allrar hamingu átti ég ennþá eitt nýtt Guillett rakvélablað af gömlu gerðinni, og með þeirri mestu einbeitingu og sjálfsögun sem ég hef nokkurn tímann þurft að grípa til skar ég út keylulaga stikki nógu stórt og vel það. Vona svo að ég þurfi ekki að gera aðra eins skurðaðgerð á sjálfum mér í framtiðinni.

3 ummæli:

ÞG sagði...

Þetta dýr grefur sig líka inn í fólk og getur sýkt menn af hættulegum sjúkdómum (sem hægt er að bólusetja við). Ég hef klipið svona kvikindi af mönnum og dýrum og það er ekki gaman.
Heitir Tics á ensku og fästing á sænsku.

TAP sagði...

Takk fyrir Þórdís.

Það þarf sterkar taugar til þess atarna, og Magga systir sér um það á þessum bæ. :)

Nafnlaus sagði...

Passaðu þig á þessum kvikindum,, menn geta fengið "lime disease"
Annars hafðu það sem best og gaman að vita af þér þarna í sólinni :)
kveðja Vésteinn