miðvikudagur, 7. maí 2008

Heimferðarblús

Eftir á að hyggja er ég nokkuð ánægður með vatnslitamyndina. Það er margt fínt í henni s.s. trén sem bera við himinn hægra megin. Það sem ég lagði smá hugsun í og næmni skilaði sér. Fannst hún of mikil fantasía fyrst en kann vel við það nú.
"Pensa a te!" endurtók Ivano hennar Möggu aftur og aftur. Hann er alltaf mjög pósitífur gagnavart myndunum mínum.

Í gær var langur dagur í flugvélum og hangs á flugvöllum. Hvað er betra þá en að teikna blóm.Svo er hér ein mynd a la Hringur Jóhannesson.

Heimferðarblús

Við erum komin heim - þetta var allt of stutt. Litlu afkastað miðað við væntingar, en ánægður með það sem ég gerði. Verkefnalistinn sem bíður mín er sprunginn. Breytist nokkuð? Kannski eitthvað - ég er amk orðinn eldri.

Engin ummæli: