þriðjudagur, 20. maí 2008

Fyrir innan og utan ...

Ketill á Mokka áðan

"Aðferð hans til að væðast lífinu" sagði Pétur Gunnarsson um nákvæmar dagbókarfærslur Þórbergs. Finnst þetta falleg skýring. Við, þessi lesblindu (og eflaust Asberger á einhverju stigi) þurfum einhvernveginn að ná lendingu í þessu lífi. Ég teikna. Þess á milli er alltaf verið að byrja upp á nýtt. Byrja nýtt líf sem enginn verður var við. Mokka er fínn staður fyrir slík kaflaskipti.

Á að vera Héðinn í gær


Á sunnudaginn dró ég Juan og Ásthildi og einnig Gabríel minn upp í sveit. Þetta var lymskulegt bragð því að í vændum var hörkuvinna. Mamma blessunin var búin að búa til lynsubaunasúpu í hádeginu, og fengum við okkur smá orku áður en keyrt var hálfa leið til Þingvalla til að ná í dýrindis kindaskít. Margar hendur unnu létt verk, og var skíturinn einstaklega fínn eftir veturinn. Það eru ekki allir sem elska það að vinna svona í moldinni og skítnum, en Ásthildur og Juan eru sannkölluð náttúrubörn. Samt fannst mér ekki rétt að verða við bón Ásthildar að senda yfir hana sparðadrífu!
Eftir tvær ferðir og tvö skítahlöss var kærkomið að fá heimabruggið frá 1993 úr gróðurhúsinu með graflaxi á Ritz kexi. Vínið kom á óvart - var einstaklega ljúffengt,létt og svalandi. Já hann kunni þetta blessaður kallinn hann faðir minn. Hann átti einnig afmæli þennan dag - hefði orðið 79 ára. Svo var sagaður eldiviður og fírað upp í útigrillinu og með lærissneiðunum var splæst einni flösku af Ponzi - Pinot Noir Reserve 2005 frá Richie frænda sem hann kom með síðasta sumar. Þetta segir Luisa frænka um vínið:
"White pepper, black plums, dark chocolate and exotic spices highlight the constantly evolving nose. The mouth is full and lush with red raspberry, blueberry and cassis. A sweet fruited mid-palate precedes present, but soft, tannins and a lingering finis"
Sjá nánar hér
Ég segi nú bara frábært vín og enn betra í sveitinni í náttúrunni og öllum skítnum!
Svo var borin fram afmælissúkkulaðikaka uppi í stofunni og hlustað á "Þú eina hjartans yndið mitt" sungið af mömmu.
Í dag hitti ég Ásthildi í RA. Hún var með harðsperrur frá því um helgina. Hitti svo Juan áðan á Santa Maria - hann sagðist ennþá vera með rödd móður minnar í huganum; "Like Sirena..."

2 ummæli:

Bastarður Víkinga sagði...

Mér finnst Ketilsmyndin töff. Mér líkar þessar draugamyndir.

Hinsvegar líkar mér minna marmarinn í bakgrunninum til hægri.

TAP sagði...

Já sammála að marmarinn er einum of! (Samt finnst mér Mokka stundum vera eins og konungleg höll)