sunnudagur, 27. apríl 2008

Gamla húsið

Við Tedda erum stödd í sveitinni suður af Bologna í fjöllunum þar í um 1000m hæð. Hér er allt að springa út, sól og sumar. Mér líður eins og fornmanni frá túndrum norðlægra slóða sem varðveizt hefur í ís en er nú að þiðna og fá líf í sig á ný. Ekki er allt um seinan.

Við fórum í göngutúr eftir stígnum...upp að gamla eyðibýlinu sem er einn af mínum uppáhalds stöðum:Gleymdi að setja vatnslitina í poka, en gerði þessa skissu í litlu bókina:Gerði þessa vatnslitamynd '97 þegar við fórum þangað fyrst:


"Pabbi, mig langar að búa hérna. Ég er alltaf hamingjusöm hérna á Ítalíu. Ég þoli ekki Ísland. Það eina sem krakkar gera þar er að drekka og hanga einhversstaðar sem er ekkert gaman til lengdar. Viltu ekki kaupa gamla húsið. Ég skal sjá um að þrífa fyrir þig og passa börnin!"
Það er víst verið að vinna í því að finna einhverja hávaxna ítalska konu handa mér. Ég er búinn að segja systur minni að það þýðir ekkert- en hún þarf að sannfærast sjálf.

Hér eru svo hnoðrarnir sem tóku á móti okkur um nóttina þegar við komum - afkomendur Duca og Ice.

Engin ummæli: