föstudagur, 11. apríl 2008

Að lesa á hjóli..

Stærðfræði á Kaffitári (pennastöng og sortulyng)

Er aftur búinn að uppgötva pennastöngina og nota sortulyngsblekið góða sem Hilmar í Morkinskinnu gaf mér um árið. Það er alveg einstakt blek og ekki að furða að handritin hafi verið skrifuð með því. Litarefnið er svart, en þynnist út í fallegan gráan tón. Blekið er mjög þunnt (því engin bindiefni eru í því) og þornar fljótt og litarefnið festist vel á blaðið. Samt er hægt, ef með þarf, að leysa það upp með vatni einu saman og ná því öllu upp aftur! Líklega stafar þetta af eiginleikum fínu litarkornanna í blekinu.

Svanur mokkakall (pennastöng og sortulyng)

Á Mokka (pennastöng, pensill með sortulyngi og kaffi)

Þessi maður kíkir á Mokka af og til:


Guðný Mokkagestur (sem ég teiknaði einnig árið 2001)

Guðný Sveinbjörnsdóttir

lánaði mér "Yfirvofandi" sem hann er höfundur að - svört bók sem ég las í labbitúrnum í gegnum vesturbæinn, frá Mokka í JL-húsið. Fólki fannst það skrítið. "Biblían?" - "Nei! - leikrit". Ég mæli með því að lesa á göngu - það magnar upp stemninguna. Ég var vanur að lesa við akstur hérna áður fyrr þegar mikið lá við, en mæli samt ekki með því. Kannski á hjóli...

Hér er svo mynd af fastagesti að glugga í ársreikning CCP. Aldrei næ ég honum almennilega!


Svo að lokum er hér ein mynd sem ætti alls ekki að vera með, því hún er drulluléleg þs vínið stýrði pennanum, en samt þykir mér vænt um hana.

Björk og Íris á Hressó síðustu helgi.

Engin ummæli: