mánudagur, 21. apríl 2008

Yfir í birtu og yl

Karakterstúdíur á Mokka

Tangókvöld á Kaffitári

Á Mokkasofíu í gær

Kaffitársfantasía

Hugurinn er strax kominn á suðrænni slóðir, og líkaminn fylgir með eftir sólarhring.
Við Tedda ætlum að leggja Möggu systur lið í litla húsinu í Campeggio. Ég geri mér vonir um að geta stolist í vatnsliti, og filmað skordýralífið sem er að vakna til lífsins um þessar mundir, á milli þess að vaska upp og elda fyrir fjögur hraust ungmenni, sjá um 3 hunda, 2 ketti og hænsn. Mikið hlakka ég til að fá aðeins hvíld frá öllu bullinu sem hefur dunið á manni á þessu skeri, og fá að upplifa fegurð allt um kring og sjá alla litadýrðina sem fylgir vorkomunni þarna í henni Ítalíu. Og allt í takti sem rímar við lækjarnið. Hafið það sem best á meðan - Ciao!

1 ummæli:

ÞG sagði...

Þetta hljómar best af því sem ég hef lesið í morgun. Góða ferð.