miðvikudagur, 23. maí 2007

Fáir njóta gæðanna....

Í dag var súper fínn dagur. Fékk heimsókn á vinnustofuna frá Richie frænda sem er vínbóndi í Oregon. Sjá hér. Pino Noire er eitt af því sem þau eru flínk að brugga, og rauk salan upp úr öllu valdi eftir Sideways! Ég kíki með krakkana mína á morgun upp í sveit til að hitta frænda sinn og þau hjónin.

Ég hjólaði niður í bæ í kvöld, fékk mér lærisneiðar og rauðvínsglas á Hressó :) og leit svo við á náttúrukaffihúsið Hljómalind. Þar er alltaf eitthvað myndrænt að sjá, og þar sat ein af femínistastelpunum í sófanum við eldhúsið. Turquise og allskonar tónar af gulu og brúnu heilluðu.


Svo allt í einu var mætt kammerhljómsveit, alls 7 músikantar sem spiluðu frábær lítil verk meðal annars eftir Albrechtsberger og Haydn. Tvær fiðlur, cello, kontrabassi, Básúna , klarinett, flauta og svo bassarödd. Stórfínt prógram. Hér er hluti af grúppunni:


Við vorum ekki mörg sem nutum þess á þessu litla kaffihúsi. Tvær stúlkur tóku upp teikniblokk og fóru að teikna hljóðfæraleikarana líka. Ekki oft sem maður sér það gerast á Íslandi, enda voru þær danskar. Því miður er landinn svo ótrúlega einsleitur hópur sem fylgir tískustraumum sem oft er ruglað saman við frumlegheit og sköpunargleði og allt dásamað í hönnunarpésum og auglýsingabæklingum.

Ólöf Arnalds er hinsvegar það frumlegasta sem ég hef upplifað nýlega. Þorði fyrst í kvöld að setja diskinn hennar "Við og við" í spilarann - hef ekki lagt í það síðan ég fór á útgáfutónleikana hennar fyrir tveimur mánuðum! Og það var þess virði. Einfaldlega dásamlegt.

4 ummæli:

Bastarður Víkinga sagði...

Þú veist að Ólöf er stóra systir Klöru mokkastelpu.

Nafnlaus sagði...

Sæll Tómas, Búin að add-a þér í bookmarks, kem til með að verða fastagestur á þessari skemtilegu síðu.
Kveðja af Skólavörðustíg 1a.
Finnbogi

TAP sagði...

Jú Doddi. Hún kallar sig líka lag númer þrjú!

TAP sagði...

Njóttu vel Finnbogi.