miðvikudagur, 30. maí 2007

Vatnslitafjöll..

Í kvöld var ótrúlega fallegt veður, og var ég næstuþví búinn að fara út á nes að mála vatnslitatónana í SkaðsheiðarAkrafjallsEsjunni! Stundum æpir sólsetrið á mann; Málaðu mig! Ég verð að safna kjarki aðeins lengur, svo ég hjólaði niður í bæ og hitti gott fólk, og settist svo uppi á svalir á Babalú. Þar varð þessi vaxlitamynd til áðan - horft niður Skólavörðustíg.

      

Engin ummæli: