miðvikudagur, 2. maí 2007

Hættulegar teikningar.....!

Undanfarið hef ég verið mjög meðvitaður um þá hættu sem felst í því að teikna myndir af fólki í kringum mig. Hef samt verið mjög heppinn alveg síðan í Tel Aviv fyrir 30 árum, þegar stóri palestínuarabinn sem sat á móti mér á flugstöðinni áttaði sig allt í einu á því að ég var að krota hann í litla skissubóki! Um daginn lenti ég svo aftur í lífshættu á öldurhúsi hér í bæ þegar ég flæktist í, að ég taldi, saklaust teiknieinvígi við einn ungan furðufugl, en fyrr en varði var þetta komið út í andlegt stríð. Sérstaklega ógeðfelld uppákoma.

Nóg um það. Sumar myndir er ekki hægt að sýna nema þeim allra hörðustu. Hér eru nokkrar slíkar. Að vísu sáum við Óli Gunn myndirnar sem við gerðum af hvor öðrum, enda styrkir slík misþyrming bara vináttuna. Barði var líka sáttur við sýna mynd. Allt gullfallegir ungir menn! En vegna alls þessa þorði ég ekki að leyfa fjölskyldunni á mokka að sjá myndina sem ég gerði í gær. Tók bara ekki sjens á einum bömmer til!




5 ummæli:

Bastarður Víkinga sagði...

Nú langar mig alveg rosalega að sjá myndir frá því í gær.

Mér langar reyndar til að sjá aftur myndina sem þú teiknaðir af mér á Nýhilkvöldinu hérna einhverntíman. Mér gafst aldrei tími til að skoða hana almennilega, þurftað hendast eftir strætó ef ég man rétt.

TAP sagði...

Fjölskyldumyndin frá í gær er þessi neðsta. Sýni alls ekki myndir frá þessari psycho upplifun þarna á barnum. Það væri bara til að leggja endnlega bölvun á þetta blog mitt!
Ég gref upp þessa mynd af þér fljótlega og sýni kannski bara Doddasyrpu.

Þórdís Gísladóttir sagði...

Mér finnst Óli sætur á myndinni. Hann er alveg einsog hann sé með molasykurstennur ;)

TAP sagði...

Já ég var eitthvað að skýra tennurnar og klúðraði þessu. En þrátt fyrir það er Óli Gunn samt stórglæsilegur - eins og prins.

Þórdís Gísladóttir sagði...

tjahh.... hann Óli er ágætur fyrir sinn hatt en ég hef aldrei beinlínis séð í honum neinn prins ;)