fimmtudagur, 8. mars 2007

Tækni og portrett

                        
Ljósmyndað með Nokia

Skrítið að vera í allt öðru hlutverki á tölvusýningu en maður er vanur... og þvílík frelsun. Frá kl 17:00 - 21:00 var ég franska vélmennið sem teiknaði portrett og stýrt af hugbúnaði frá TM-Software. Skemmti mér konunglega. Var sérstaklega ánægður hvað mér tókst í raun vel upp þrátt fyrir litla æfingu í protrett síðustu árin. Þetta er eins og að hjóla. Maður rifjar það upp á stundinni og bætir sig svo bara strax. Svo var bara svo gaman að geta verið í þessu hlutverki innan um allt tölvudraslið - svipað og að teikna á kaffihúsi, en contrastinn bara enn meiri! Gerði samt aðeins fjórar myndir á þessum tíma. Fyrstur reið á vaðið lífskúnstnerinn Elías Halldór og notaði ég kaffi á hann, síðan Friðrik Sigurðsson fyrrverandi forstjóri, einn stofnenda Tölvumynda og gamall skólabróðir úr MH. Svo var það laglegi franskættaði strákurinn sem var bara æðislegt að teikna og tókst vel, og síðast unga konan sem var erfið! En var búinn að drekka mikið freyðivín, og því var þetta ekkert nema ánægjan og daður út í eitt....!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það segja allir það sama um báðar myndirnar sem þú hefur málað/teiknað af mér: þær séu ekkert líkar mér.

Hin er annars á http://helgafell.rhi.hi.is/portrait-ponzi.jpg

TAP sagði...

Takk fyrir þetta Elli! Já ég er sammála. Þetta eru einhverjir aðrir menn -en það kemur vonandi annað tækifæri til að bæta úr því.