Við Björk og Gabríel erum stödd í París, og án þess að ætlast til of mikils af sjálfum mér hef ég samt dútlað aðeins í vatnslitunum í Jard' Lux. Það er ennþá sama gamla góða stemmningin í þeim stórkostlega garði. Skákmennirnir jafn iðnir að mæta og jafn æstir - jógar að stunda sínar æfingar inn á milli trjánna, háværir smellir kveða við þegar boccia kúlan hæfir aðra í bland við tennishöggin. Og það vantar ekki heldur skemmtunina fyrir unga fólkið - seglbátarnir, shetland pony og hjólakassabílar og svo leikvöllur með vegasalt og öllu! Það er meira að segja smábarnareitur umlukinn þéttum lágreistum hekk sem myndar öruggt afdrep.
Það vakti mikla ánægju hjá okkur að finna býflugurnar og búin þeirra sem eru í suðvestur horni garðsins. Þarna hafa menn haft býflugur síðan 1856. Næsta laugardag verður uppskeruhátíð í garðinum og við mætum þangað spennt.
Gæti haldið áfram endalaust að dásama þennan garð, með sínum fjölbreytta gróðri og skrauti , styttum og blómsturkerjum og fagurlega steyptu gridverki. Í ár er gult þema í blómabeðunum, en í fyrra var það appelsínugult og dökkrautt. Reyni að gera mynd af gulu dýrðinni einhvern næstu daga.
Jæja, hér koma svo myndirnar so far....
|
Kínverskur Gabriel á Mirama nýbúinn með Canard laque. |
|
Hjörturinn í Jardin de Luxembourg |
|
Björk að skrifa póstkort á Le Select |
|
Haustbirta í Jardin de Luxembourg |