Að treysta lífinu...
Það er oft sem ég velti fyrir mér afstöðu til hluta og þá á ég ekki við eðlisfræði. Hvernig á maður að hugsa t.d. til sjálf sín og eigin líkama þannig að ég vinni með honum, geri honum ekki mein heldur hjálpi honum. Hugurinn er nefninlega oft svo ótengdur lífinu, en samt virðist hann stundum vera allt sem er. Hvernig afstöðu hef ég þegar ég er að teikna. Það getur verið vandamál þegar hugurinn er alltaf að fylgjast meðvitaður með. Þessi meðvitaði hugur kallar fram óöryggi, efasemdir og gagnrýni sem annars væri bara ekki til. Blessaður hugurinn - ef hann gæti nú bara leyft lífinu að njóta sín og dansað með.
Í þessum myndum mínum má oft berlega sjá afstöðu mína. Ég er oft óöruggur og þá varfærinn en stundum varfærinn en samt að njóta þess. Svo koma einstaka sprettir sem ég læt bara vaða og þá næ ég oft best því sem ég skynja. Leyfa sér bara að gera og treysta. Fáðu þér frí haus og njóttu þín bara - lífið vill bara njóta sín og þannig blómstrar allt.
Hér eru svo tvær myndir úr daglega lífinu :)