Illa ígrundaðar skissur
Nokkrar skissur sem ég er ekki ánægður með. Það er ekkert nýtt í þessu. Læt þær samt flakka...
Nokkrar skissur sem ég er ekki ánægður með. Það er ekkert nýtt í þessu. Læt þær samt flakka...
Var einhvernveginn high á lífinu í dag. Hef líklega komið ýmsum fyrir sjónir sem óðamála vitleysingur, en leið svo vel og hafði frá svo mörgu að segja - svo mörgu sem ég vildi fagna. Líklega er þetta bara sumarið sem er komið í mig. Eða kannski af því að nú er ég stútfullur af blóði. En svo getur það verið bara út af því að ég byrjaði daginn á að gera þessa mynd á kaffihúsinu.
Eftir góðan vinnudag, verðlaunuðum við Gabbi og Frank okkur með vöfflum með rjóma og sultutaui og kakói með iðnaðarsalti æ nei ég meina rjóma á Mokka. Hér er Frank frændi í sólinni saddur og sæll.