laugardagur, 22. október 2011

Að treysta...

Þrátt fyrir að blekbyttan sé í vasanum og einnig nýjar olíukrítar, þá held ég áfram að vinna mestmegnis í línu - kannski vegna þess að ég treysti ekki mótífinu. Finnst ég ekki getað leyft mér að byrja öðruvísi en að krota útlínur... Legg ekki í að skoða heildina fyrst, einfalda og vinna svo smátt og smátt í átt að smáatriðum... sem verða miklu áhrifameiri ef þau koma eðlilega í stað þess að strax krota þetta svona. Jæja - svona er þetta núna. Verð vonandi sterkari á svellinu fljótlega og hlakka til að treysta aftur á lífið.



Meistari Jóhann Axelsson segir Páli á Húsafelli frá...


Vinkonur á Kaffi tári



Gluggað í bók á Kaffitári



Klárar og skemmtilegar á Kaffitár



Á Súfistanum Eymundsson laugarvegi nú í kvöld


Á Súfistanum Eymundsson laugarvegi nú í kvöld


(Viðbót 7.1.2012) Hér er svo ein mynd sem gleymdist frá þessu tímabili (reyndar gerð daginn fyrir fyrsta uppskurð!)

Hjálmar (Datamarket) og Þórlindur Kjartansson spá í úrvinnslu gagna á Kaffitári...