Að sjá vatnsliti aftur
Ég hef aðeins getað komist í gang með vatnslitina á þessum 10 dögum sem við dvöldum í París. Það er alltaf jafn erfitt að byrja, og maður er alltaf jafn hissa hvernig litirnir hegða sér. Þeir dofna alltaf. Lærði aðeins aftur á þetta - náði að gera þessar þrjár myndir í Jardin du Luxembourg og er sæmilega ánægður. Vonandi tekst mér að halda áfram og fást þá við haustbirtuna hérna heima.