Stilli bein.. eins og Dagur Sigurðarson hefði sagt.
Eiginlega er betra að mæta aðeins á eftir köllunum, fastagestunum, svona upp úr eitt - þá er oft betra að einbeita sér. Át mitt chiabatta með Gorgonzola frá Ostabúðinni og tómat. Í desert voru súkkulaðitrufflur einnig úr Ostabúðinni sem Guðný fastagestur bauð. Bjarni Bernharður sveif svo inn á kaffihúsið og settist hjá mér. Það var frjó stund. "Það er gæfa hvers manns að verða útskúfaður. Þá reynir á það hvað í honum býr". Ég potaði þessa mynd á meðan Bjarni óf ljóð um "ekkert" sem allt fæðist úr. Á næstu borðum voru háværir egóistar að tala í farsíma.. Þá varð þessi til:
Í glugga kaffihússins er lítill gulur miði.
Á honum stendur skýrum stöfum:
Hundar bannaðir
einnig orkusugur.Nýju stúlkurnar á Mokka eru til í að sitja fyrir á svokölluðum "ömmumyndum" eins og ég gerði í fyrra. Eina skilyrðið er að þær gefi ömmu sinni myndina í jólagjöf. Myndirnar frá því í fyrra; sjá
desember og einnig
janúar og
febrúar á þessu ári. Þetta heldur mér í formi, en sjónin er ekki eins góð og hún var. Spurning hvort ég þurfi ekki að stækka formatið. Kemur í ljós - þetta verður allavega spennandi!