sunnudagur, 29. mars 2009
fimmtudagur, 19. mars 2009
Ekkert gengur upp....
Næ ekki að teikna neitt af viti - tapa bréfskákum í hrönnum - tekst ekki að byrja á tiltekt í vinnustofu (sem er algjör forsenda fyrir því að geta leyst nokkuð af þeim verkefnum sem bíða!) - sit við tölvu og flakka á milli forrita - facebook - gmail - skype - youtube. Þetta mætti kalla alvarlegt þunglyndi eða bara meðvitað hangs og almennur eymingjaskapur. Hér eru nokkrar myndir sem sýna metnaðarleysið.
laugardagur, 14. mars 2009
Nokkrar skissur frá USA
Það tók aðeins einn dag að fara aftur í sama farið - rækilega minntur á að ég á ekki heima í Reykjavík. Skiptir ekki máli hvar ég er staddur svosem. Get ekki gengið lengur eingöngu fyrir eigin hugarórum og áhugamálum. Komst á sporið í NYC af öllum stöðum.
Hér eru nokkrar skissur - var ekki í teiknistuði svo þetta er hálf dautt - nema gamla konan!
Held ég láti þetta duga í bili af myndum og heimsóknum á það kaffihús.