Gullkálfurinn
Hvernig er þá best að hafa þetta allt saman?
Eins og ég man eftir mér á sjöunda áratugnum þegar Reykjavík var vinaleg og Ellý Vilhljálms hljómaði í útvarpinu - ég finn ennþá sólarljósið sem skein á mig þegar ég var að teikna á gólfinu og heyrði Penny Lane í fyrsta skipti. Allt sveipað æskuljóma auðvitað, en einhvern veginn er ég ekki frá því að þá hafi verið jafnvægi, heilbrigð gildi og gott mannlíf.
Hvað gefur lífinu gildi?
Þessar tvær konur teiknaði ég júli 2005,
og í gær komu þær aftur og settust í sama sætið og fengu sér aftur vöfflu.
Ritúal.
Hvernig er hægt að syngja Caravan með aðeins einn bassagítar og söngrödd?
Eins og Andrea og Eddi Lár gerðu nú í kvöld á Rosenberg.