fimmtudagur, 25. október 2007
miðvikudagur, 24. október 2007
mánudagur, 22. október 2007
Fantasía eða realismi
Skrifað á Kaffitári
Enn ein myndin af óþekkjanlegri manneskju. Hafði teiknað þessi augu áður, og var mikið í mun að ná þeim almennilega, en þá klúðraðist bara allt hitt! Stafar líklega af því að ég er að glíma við fantasíur um þessar mundir, eins og t.d. þessi hér að neðan, gerð á Mokka í hádeginu.
Svo er hér ein servéttuskissa frá því fyrir helgi
þriðjudagur, 16. október 2007
Teiknað eins og Ilon
Gunnar Þorri á Mokka
Slappað af við lestur á Mokka
Fékk mér pennastöng með teiknioddi, sérstaklega fínum. Gerði þessar myndir í hádeginu áður en ég hélt áfram. Hef fundið sérlega góðan stað til að einbeita mér að verkefni sem ég þarf alla mína einbeitingu við. Bókasafn Norræna Hússins er staðurinn. Ótrúlegt hús! Sit við og reyni að teikna fígúrur og umhverfi sem Ilon Wikland gerði svo meistaralega. Gaman en svo erfitt - en ég hætti ekki fyrr en ég hef gert mitt besta.
sunnudagur, 14. október 2007
Nokkrar myndir helgarinnar
Á Mokka í dag
Björn ljósmyndari á Mokka | Frá Nýhil ljóðahátíð - finnska skáldið Vilja-Tuulia les upp |
föstudagur, 12. október 2007
Mokka kallar
Jón Aðalsteinn, Gunnar og Bárður á Mokka
Félagarnir á Mokka eru myndrænir, og ekki eru umræðuefnin af lakara taginu; - veiðilendur og veiðarfæri, sjóræningjakort, sameign þjóðarinnar, glæpamenn, hallarbylting, Ingibjörg Sólrún, og svo auðvitað ýmislegt annað óviðeigandi!
þriðjudagur, 9. október 2007
föstudagur, 5. október 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)