Sunnudagseftirmiðdagur
Þó ég sé alfarið hættur að drekka kaffi og fæ mér eingöngu grænt te (Japanskt Bancha er best) þá fékk ég að stelast í smá dreitil úr kaffivélinni þegar ég sá þetta mótíf. Notaðist samt mest við litla vatnslitaboxið.
Þó ég sé alfarið hættur að drekka kaffi og fæ mér eingöngu grænt te (Japanskt Bancha er best) þá fékk ég að stelast í smá dreitil úr kaffivélinni þegar ég sá þetta mótíf. Notaðist samt mest við litla vatnslitaboxið.
Það kemur ekki alveg nógu vel fram á myndinni hversu hressir þessir tveir bræður voru. Móðir þeirra kunni þó tökin á þeim, og tókst að fá þá í ró nokkrum sinnum m.a. með fallegum söng. Þrátt fyrir að brotinn hafi verið diskur og ristuðu brauði þeytt út um allt fá bræðurnir vonandi aftur að kíkja á Kaffitár.
Svo mætti picasso stúlkan. Hún hefur aðdráttarafl á við wild wild horses...
Þessi námsmær sat á Kaffitári áðan og lét ekkert trufla sig við lestur (heimspeki?). Svo kom systir hennar sem ég teiknaði á tárinu fyrir þremur árum síðan. Hér er sú mynd, þ.s. hún les þunga eðlis- eða stærðfræðiskruddu.