Original stuff
Fór á útgáfutónleika Ólafar Arnalds núna áðan. Músikin hennar er fín og viðkvæm og mjög mikið hennar eigin. Töfrandi. Ég hlakka til að hlusta á diskinn heima í ró.
Fór á útgáfutónleika Ólafar Arnalds núna áðan. Músikin hennar er fín og viðkvæm og mjög mikið hennar eigin. Töfrandi. Ég hlakka til að hlusta á diskinn heima í ró.
Það eru ár og dagar síðan ég fór á sinfóníutónleika, en í kvöld var á dagskránni meðal annars "Eyja hinna dauðu" eftir Rakmaninoff sem var inpírerað af samnemdu málverki Arnold Böcklins. Pabbi hafði svo tengt myndina við Ísland, því ekkja Berna lét mála verkið eftir lát hans, en hann hafði einmitt verið á Íslands tveimur árum áður en hann lést. Því var smá ljósmyndasýning í anderi háskólabíós til að segja þessa sögu. En verkið var magnað, og á meðan rissaði ég upp þessa mynd af sinfó með japönskum pensilpenna.
Eftir hlé var flutt Sinfónía nr. 14 op. 135 eftir Sjostakovítsj sem ætlaði alveg að ganga að manni dauðum enda um dauðann út í gegn. Sjostakovitsj er alltaf spennandi, en stundum of langur. Hafði nægan tíma til að dunda mér við næstu mynd.
Þessar tvær myndir eru svolítið frábrugðnar því sem ég er vanur að gera, en góð æfing. Er ánægður með einföldunina í þeirri fyrri - hugsaði til Gylfa Gíslasonar og hvernig hann notaði blek og pensil, t.d. myndirnar sem eru á skiltunum á Þingvöllum, það síðasta sem hann lét eftir sig og með því besta.
- TAP kl. 22:09
Set þessa mynd hér þrátt fyrir að hún sé ekki fullkomin. Fullkomið er ekki spennandi. Fallega ljót mynd er spennandi. Annars þarf ég að teikna portrett á tölvusýningu nú á fimmtudaginn (Tækni og vit, Fífan í Smáranum, Kópavogi) Komið á básinn hjá TOK og fáið fallega ljótt portrett frítt .
Þessir tveir heiðursmenn voru í hressari kantinum á Mokka eins og sjá má. Hörður fór um víðan völl eins og honum er lagið - Söngur villiandarinnar, aldur og uppruni alheimsins, framsóknarflokkinn, sjúkdómar og lyf var m.a. það sem bar á góma. Bjarni var einstaklega smart í tauinu; litasjatteringar frá ljósbrúnu yfir í vínrautt gegnum græna tóna. Já við furðufuglarnir þurfum ekkert að læðast meðfram veggjum.
Annars er framundan helgi upp í sveit. Tvær vikur liðnar og við feðgarnir hittumst á ný á morgun. Haukur Már farinn til Berlínar en kemur aftur með Zizek seinni hluta marz mánaðar rétt á eftir Alexei Monroe sem verður í RA 22. marz, Adrienne að koma að norðan á morgun, Unnur María að gifta sig í þessum skrifuðu orðum og veizlan í RA í kvöld.
Ég þarf að halda höfði, má ekki missa fókus, verð að vera eins og brjálaður fransmaður sem veit að helsta dyggðin er skilvirkni. Get ekki verið skáldlegur núna (!) því ég er í lógískum fasa. Reyni að láta myndirnar segja annað...