laugardagur, 6. september 2008

Kaffi spes...

.. eða "Sérlagað kaffi" er eitt af því sem nýju stúlkurnar á Mokka þurfa að læra fljótlega eftir að þær byrja. Ég enda yfirleitt á því að teikna skýringarmynd í fjórum liðum svo það klúðrist nú örugglega ekki. Þær eru misflinkar að laga kaffi spes, og mis áhugasamar eins og gerist og gengur. En ein þeirra leggur sig sérstaklega fram og spyr mig jafnvel í framhaldi hvaða einkunn spesið fær. Um daginn gleymdi ég alveg að segja henni að þetta væri besti bollinn frá upphafi, heldur var bara í sæluvímu eins og vanþakklátur eiginmaður sem heldur að allt sé sjálfsagt sem fyrir honum er haft. Einnig var kaffiblekið alveg af réttri þykkt fyrir þá mynd sem ég ætlaði að gera. Svo þegar ég sýndi henni myndina þá held ég að hún hafi verið mjög sátt með einkunnina.

Bjarni Bernharður

Bjarni Bernharður á Mokka


Stalst svo til að gera þessa mynd í dag:

Mokka
Gætt sér á vöfflum á Mokka

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gerðir þú þessa mynd með bleki eða penna?

TAP sagði...

Þetta er alveg sérstakur japanskur túss sem ég kalla pensilpenna og er eins og að nota pensil og blek. Hann er framleiddur af MUJI keðjuinni og fæst t.d. á Carnaby street í London.

Sjá www.muji.eu velja svo search og skrifa Caligraphy pen.

Ég get látið þig hafa einn til prufu ef þú óskar þess.