sunnudagur, 21. september 2008

Sjáum til...

Ragnar
Ragnar fastagestur á Mokka í gær

Hugmyndin var að halda sýningu á Mokka í október, en til þess þurfti styrktaraðila sem ekki fékkst að þessu sinni. Mér er hálf létt. Þetta hefði náðst þó að um mjög flókna tæknilega útfærslu var að ræða, en betra er að gera þetta vel og vandlega því hugmyndin er mjög spennandi og verður geymd bak við eyrað til betri tíma. Mér var boðið að halda jólasýningu í staðinn - sjáum til - eitthvað allt annað. Nú þarf ég að hætta að líða um í draumheimi. Þeir sem ég hef svikið eru ekki lengur teljandi á fingrum annarrar handar, og því nauðsynlegt að taka smá vinnutörn í næstu viku! Bara gaman!

Mokka
Í hádeginu í gær

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fór inná þessa síðu frá Betu Baun og varð að kvitta og þakka fyrir teikningarnar þínar.

-anna.is

Frú Sigurbjörg sagði...

Þú lætur vita þegar kemur að sýningu Tómas - ég verð fremst í röðinni; )

hallvardur sagði...

nú flott. þá kaupi ég mér flugmiða til hinnar gjaldþrota reykjavíkur!