mánudagur, 8. september 2008

Einkaleyfi hvað???

Eitt af því sem ég lendi undantekningalaust í þegar ég er að segja frá því hvað ég bauka, fyrir utan kaffihúsahangsið, er að fólk spyr mig hvort ég ætli ekki að sækja um einkaleyfi á hinu eða þessu sem maður er að fást við. Fólk meinar kannski vel með þessu, en ég er orðinn ansi pirraður á því að heyra þetta komment og bregst yfirleitt við með því að segja með hneykslan að svoleiðis tímaeyðsla sé bara fyrir þá sem fái lélegar hugmyndir í því skyni að hagnast á þeim og finnist ekkert tiltökumál að eyða ævi sinni í að skrifa einhvern þann leiðinlegasta og þurrasta texta sem einkaleyfisumsókn er, svo ekki sé minnist á samskipti við lögfræðinga á einkaleyfistofunum. Frekar vildi ég sjá góðar hugmyndirnar útfærðar, ef ekki af mér þá bara einhverjum öðrum. Einkaleyfi eru eins og tryggingar - fyrir þá sem hræðast lífið.

Annars er ég með einkaleyfi á Bjarna Bernharði! Hann er svo frábært mótíf :O)

Bjarni Bernharður á Mokka

Bjarni Bernharður á Mokka og sýningin hans fína á veggjunum

4 ummæli:

Bastarður Víkinga sagði...

Alveg sérlega vel heppnuð mynd af kappa.

ÞG sagði...

sammála síðasta mælanda

Frú Sigurbjörg sagði...

VÁ hvað þetta er flott mynd!
Verðuru ekki bara að fá einkaleyfi á sjálfann þig Tómas minn til að gulltryggja alla snilligáfuna; Þ

TAP sagði...

Hvaða hvaða...
Takk fyrir að láta vita hvað ykkur finnst. Gaman væri að sjá ykkur á kaffihúsunum svona í mátulegri fjarlægð :)