sunnudagur, 22. júní 2008

Innblástur dagsins....

Að þýða barnaefni eða semja nýtt ennþá betra...?




Barði Einarsson

Bjarni Bernharður

Þegar maður eldist hættir maður öllu experimenti. Sumir kalla það þroska en ég held það sé stöðnun. Ég tek eftir því þegar ég fletti gömlum skissubókum að ég hef staðnað. Myndirnar upp á síðkastið hafa verið ljótar sbr. hér að ofan. Ég þarf nýjan innblástur og þarf að huga að fegurð. Í morgun rambaði ég á teiknimyndina "The Danish Poet" eftir Torill Kove. Myndin segir yndislega sögu sem römmuð er inn af afstrakt myndskeiði sem setur allt í stórt og dásamlegt samhengi. Ég elska svona verk. Minnti mig á litlu fantasíu-fóstur-stúdíurnar frá 2002:

"What a coincidence!"

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

líst vel á Bjarna myndina, mjög gangstah.

TAP sagði...

Góða skemmtun í fjallaferðum Helga!

Nafnlaus sagði...

takk elskan