miðvikudagur, 18. júní 2008

Fundið fé...?

Síðasta vika einkenndist af endalausri sjálfboðavinnu, eitthvað sem ég lofaði sjálfum mér að lenda ekki í aftur því það sem ég er sjálfur að fást við er bara of dýrmætt. Svo má ekki gleyma því að tíminn er naumur... lífið er stutt. En alltaf segi ég já þegar einhver biður mig um eitthvað sem á að vera svo einfalt mál... þeas fyrir mig. En það er ekki til neitt sem heitir einfalt mál ef það er vel gert!
Jæja! En þetta var samt gaman. Gerði t.d. þetta upplýsingaskilti fyrir Hringsdalsuppgröftinn í Arnarfirði.


Þar fundust kuml og haugfé - beinagrindur af fornmönnum frá 10. öld. Hér er einstakt tækifæri til að búa til spennandi safn sem staðsett er á fundarstað. Að ganga þannig frá að umhverfið sé fært í sama horf og fyrir uppgröft, og hægt sé að horfa ofan í jörðina í gegnum gler og virða fyrir sér fornmenn í gröfum sínum og líta svo upp og heillast af dýrð Arnarfjarðarins. Það fengi örugglega ungt fólk til að hugsa um stund um annað en ipod og sms - og kannski jafnvel fá áhuga á landi, náttúru og sögu. Þetta kalla ég lifandi safn. Fólk á vestfjörðum virðist vera lengi að taka við sér, því ekki fékkst einu sinni smá styrkur til að reisa upplýsingaskilti á staðnum um þennan merka fund úr vestfirskum uppbyggingarsjóði. Kannski skolast olíubrákin úr augunum einhverntímann...

Hér eru svo tvær myndir frá Mokka svo þetta standi undir nafni.



Hörður

Ekki ítölsk heldur Goth á 17.júní!

Engin ummæli: