föstudagur, 27. júní 2008

Litskrúðugur vefnaður í haffleti....

Ásthildur á Santa Mariu að vinna á tölvunni við röndótta dregilinn.

Eftir súkkulaðiköku hjá vinkonu minni á svölunum á Babalú, heilsuðum við Egill upp á Juan og Ásthildi á Santa Maríu. Síðan var haldið í himneskan hjólatúr út á Gróttu þar sem sungnir voru Napólitanskir söngvar á meðan dáðst var að sólarlaginu speglast í haffletinum.
En nú þarf að sofa smá. Á morgun höldum við Gabríel um hádegi til Hólmavíkur á Hamingjudaga. Hlakka mikið til!

Engin ummæli: