föstudagur, 18. janúar 2008

Enn á Mokka........

Lítil stúlka í rauðum kjól að drekka barnakakó með röri.


Ketill


"Ég er farin að hafa alvarlegar áhyggjur af þér Tómas" sagði ein afgreiðslustúlkan á Mokka þegar hún sá mig gera þessa mynd. Púff! Ég er haldinn alvarlegri frestunaráráttu þessa dagana sem brýst út í enn einni mynd af Katli Larsen. Verst að mótvægisaðgerðum er einnig frestað. En fljótlega sé ég hlutina í stærra samhengi og þá leysast allar flækjur.
Á þessum árstíma spyr ég mig eins og krakkarnir; hvað ætla ég að verða þegar ég er orðinn stór?

Engin ummæli: