mánudagur, 21. janúar 2008

Björt framtíð!

Cirkus-skissa

Ég vaknaði hress og kátur fullur af bjartsýni og gleði af þeirri einföldu ástæðu að ég sá viðtal við Ármann Jakobsson hjá Evu Maríu. Það er ótrúlega mikil hvatning í því að vita að til er maður eins og hann sem velur sér að fara sínar eigin leiðir á eigin forsendum til að geta gert alla þá frábæru hluti sem hann hefur komið í verk. Og bara fyrstu setningarnar í viðtalinu - þessi hvatning að fólk velti fyrir sér öðrum möguleikum í nútímanum og taki ekki allt í kringum sig sem sjálfsagt gagnrýnislaust. ..og niðurstaðan að framtíðarsýnin í samfélaginu í dag er engin, er sláandi sannleikur sem vonandi hefur snert við fólki.

Svo fyrirgaf Þórður mér þessa mynd í hádeginu!

Þórður á Mokka

1 ummæli:

helga lucie sagði...

þú verður að sýna eiginhandaráritunina, eftir allt sem hún hefur gengið í gegnum.

jafnvel efna til keppni um hvað orð nr 2 þýðir?