föstudagur, 25. janúar 2008

"The drawing detective"

Fyrsta commisioneraða leyndó skissan

Myndin hér að ofan sem gerð var í gær, varð til með nokkru sérstökum hætti. Helga Lucie mokkastúlka vildi gefa vinkonu sinni mynd í afmælisgjöf. Ég fékk að vita að viðfangsefnið kæmi á Mokka eftir hádegi og það stóð heima. Ég fór leynt með tilburðina með pensilinn og hvarf svo af vettvangi þegar ég hafði fest mómentið á blað. Svo innrammaði ég myndina og afhenti í dag. Þá fékk ég að vita að hana hafði grunaði að ég væri að teikna sig en hún var alls ekkert viss.
Það er kannski engin tilviljun að þetta gekk svona vel, því "frændi" í Rómaborg og alnafni, Tom Ponzi (sjá www.tomponzi.it) var einn þekktasti einkaspæjari ítalíu.
Ég er að hugsa um að leggja þetta fyrir mig hér og nú. Þeir sem vilja fá óyggjandi sannanir geta ráðið mig til starfans. Í stað ljósmyndavélar nota ég skissubók til að fanga athæfið, hvort sem það er við kaffidrykkju, framhjáhald eða bara hvortveggja. Ef ekkert markvert upplýsist þá fæst allavega góð gjöf! Pantið hér.

Engin ummæli: