fimmtudagur, 22. september 2011

Að sjá vatnsliti aftur

Ég hef aðeins getað komist í gang með vatnslitina á þessum 10 dögum sem við dvöldum í París. Það er alltaf jafn erfitt að byrja, og maður er alltaf jafn hissa hvernig litirnir hegða sér. Þeir dofna alltaf. Lærði aðeins aftur á þetta - náði að gera þessar þrjár myndir í Jardin du Luxembourg og er sæmilega ánægður. Vonandi tekst mér að halda áfram og fást þá við haustbirtuna hérna heima.














Að dunda mér í uppáhalds garðinum mínum Jard d'Lux!



Mynd að fæðast...



Jardin des Plantes og testofan í Paris Mosque

2 ummæli:

Russell sagði...

Whooops! So you've been in Paris before. Well, these water colours are damn good too. Full of life.
Love the café drawings as well.

Regards Russell.

Nafnlaus sagði...

gaman-gaman að skoða. :)
SigA