Sumar teikningar
Hér eru nokkrar skissur frá því í sumar. Hef minnkað komur mínar á kaffihús, og dvel lengur í sveitinni þar sem maður hefur komið sér fyrir á æskustöðvunum. Helsta erindið í bæinn hefur verið að keyra út salatið tvisvar í viku á betri staði bæjarins! Svo er ágætt að fá sér tebolla á Kaffitári og og sjá hvort eitthvað kemur úr pennanum. Með sumar af þessum myndum hefði kannski verið betra að segja að blekið væri búið.
Mótíf sem ég og Ástríður frænka spreittum okkur á nú í septemberbyrjun.
Valdimar undirbýr næsta tíma
!
Frá Kaffitári
Frá Mokka
Skotta að hugsa
Skotta að stúdera
Frá Kaffitári
Frá tölvuverinu Kaffitári
Engin ummæli:
Skrifa ummæli