föstudagur, 24. október 2008

Eitthvað fyrir sálina...

Kaffitár

Lifandi eistnesk stúlka á Kaffitári!

Mokka
Á Mokka með langan handlegg.

Bretar gátu beitt hryðjuverkalögum til að vernda þjóðfélagsþegna sína, en hvar eru neyðarlögin hjá íslenska ríkinu til að t.d. kyrrsetja eignir þeirra íslensku glæpamanna sem rændu þjóðina? Sjá Dagblaðið Nei nú í morgun.

Ef einhver vill gleyma sér þá mæli ég með fyrsta laginu í Óskastund Gerðar G. Bjarklind nú í morgun. Enginn syngur þetta eins vel og hún mamma mín.

7 ummæli:

Frú Sigurbjörg sagði...

Gaman að hlusta á fallega sönginn hennar mömmu þinnar meðan fallegur snjórinn dansar fyrir utan.

Ég vona annars að eistneskar stúlkur á Kaffitári séu yfir höfuð lifandi en ekki dauðar..

Nafnlaus sagði...

Ég ætla ekki að deila við þig um hver syngur þetta best, en ég heyrði þetta í gær svo frábærlega sungið að ég var nærri því að tárfella. Ég er viss um að þú hefðir farið nærri því að skipta um skoðun hefðir þú verið þar.

TAP sagði...

Það er aldrei að vita Elías. Þetta er ótrúlega fallegt lag en erfitt að syngja.

Takk fyrir það Katla - hefurðu sungið þetta sjálf?

Frú Sigurbjörg sagði...

Nei, Ave Maria hef ég ekki sungið, en vonandi verð ég nógu fær einn daginn til að syngja það almennilega. Ég er mjög hrifin af þessari upptöku með mömmu þinni.
Annars er áheyrslan á íslenskum þjóðlögum fram að áramótum í grunndeildinni í Söngskólanum.

Frú Sigurbjörg sagði...

Tómas, tók eftir því þar sem ég beið eftir að komast í söngtíma áðan, að þjóðlagabókin mín er tileinkuð mömmu þinni. Það þykir mér skemmtilegt: )

TAP sagði...

En gaman! Þjóðlögin eru vanmetinn fjársjóður, og í mótmælagöngunni síðasta laugardag fæddist hjá Elías Halldór sú hugmynd að stofna Kareokee stað þar sem einungis væru íslensk sönglög og þjóðlög -Alls ekki svo galið :))

Frú Sigurbjörg sagði...

Nehei, þetta er sko ekki galin hugmynd, og það er ótrúlega gaman að kynnast öllum þessu fallegu þjóðlögum! Láttu mig vita þegar staðurinn verður opnaður; )