sunnudagur, 19. október 2008

Hvað gerðist?

Gullkálfur

Gullkálfurinn

Hvernig er þá best að hafa þetta allt saman?
Eins og ég man eftir mér á sjöunda áratugnum þegar Reykjavík var vinaleg og Ellý Vilhljálms hljómaði í útvarpinu - ég finn ennþá sólarljósið sem skein á mig þegar ég var að teikna á gólfinu og heyrði Penny Lane í fyrsta skipti. Allt sveipað æskuljóma auðvitað, en einhvern veginn er ég ekki frá því að þá hafi verið jafnvægi, heilbrigð gildi og gott mannlíf.

Hvað gefur lífinu gildi?
Þessar tvær konur teiknaði ég júli 2005,

Mokka
og í gær komu þær aftur og settust í sama sætið og fengu sér aftur vöfflu.

Mokka
Ritúal.

Hvernig er hægt að syngja Caravan með aðeins einn bassagítar og söngrödd?
Eins og Andrea og Eddi Lár gerðu nú í kvöld á Rosenberg.

Andrea og Eddi Lár
Andrea og Eddi Lár

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Meinarðu ekki sjöunda áratuginn? Einhvern veginn finnst mér ólíklegt að þú munir eftir þér teiknandi á gólfinu eins árs gömlum ...
En hvað um það, ég er sammála því sem þú segir um ða sixtís, fyrir mér var þetta bara sól og yndislegheit og ekkert nema ást í loftinu og góð tónlist í útvarpinu.

Sum lög þurfa ekki annað en rödd og bassa, t.d. Gloomy Sunday.

TAP sagði...

Sixtís átti þetta að vera - leiðréttist.
Já það var ótrúlegt stuð sem þau náðu fram með svo litlu.